Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld

Mótmælendur vilja meiri aðkomu kvenna að stjórnmálum, en minni aðkomu …
Mótmælendur vilja meiri aðkomu kvenna að stjórnmálum, en minni aðkomu karla. mbl.is / Kristinn

Mótmæli standa nú yfir á Austurvelli. Mörg hundruð manns tóku sér stöðu fyrir framan Alþingishúsið um klukkan þrjú. Mótmælin í dag eru þögul. Hörður Torfason kom sér fyrir við útidyr þinghússins með vekjaraklukku og stillti hana á sautján mínútur.

Þá beið fólkið í þögn og horfði á Alþingishúsið, en á mínútufresti las Hörður upp ártal, þ.e. allt frá 1991 til 2008 sem táknar samfelldan valdatíma Sjálfstæðisflokksins í landsmálapólitíkinni. Fyrst í stjórn með Alþýðuflokknum 1991-1995, þá með Framsóknarflokknum 1995-2007 og loks með Samfylkingunni frá þeim tíma.

Einnig komu mótmælendur með tunnu á staðinn og kveiktu í henni eld, til þess að framkvæma fleiri táknrænar mótmælaathafnir.

Mótmælin hafa farið vel fram að öllu leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka