Landsvaki hf., sem er sjálfstætt starfandi rekstrarfélag verðbréfasjóða í eigu NBI hf. (nýja Landsbankans) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna nýlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um félagið, og ekki síst peningabréfasjóð þess, Peningabréf ISK.
Í tilkynningunni kemur eftirtalið fram:
- Landsvaki hf. hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða frá Fjármálaeftirlitinu og starfar í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki.
- Landsvaki hf. er dótturfélag NBI hf en var áður dótturfélag Landsbanka Íslands hf.
- Starfsmenn Landsvaka hf. voru 13 talsins um mitt ár og voru 30 sjóðir í rekstri Landsvaka hf. auk þess sem félagið sinnti fjárfestingarráðgjöf fyrir 4 sjóði auk stýringu fjárvörslusafna. Starfsmenn Landsvaka hf. eru nú 8 talsins
- Landsvaki hf. er rekstrarfélag og eru endurskoðaðir ársreikningar þess og könnuð árshlutauppgjör aðgengileg í Kauphöll og á vefsíðu félagsins: www.landsbanki.is/umlandsbankann/starfsemi/dottur-oghlutdeildarfel/landsvaki/
- Hver sjóður Landsvaka hf. er sjálfstæð eining og hefur aðskilinn efnahag og rekstur gagnvart öðrum sjóðum, rekstrarfélaginu og Landsbankanum.
- Sjóðirnir eru í öllum helstu eignaflokkum og starfa eftir lögum og reglugerðum um verðbréfasjóði, reglum sem settar eru fyrir hvern sjóð og í samræmi við útboðslýsingu hvers sjóðs fyrir sig.
- Landsvaki hf. ásamt verðbréfa- og fjárfestingasjóðum í rekstri Landsvaka hf. eru undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, innra eftirlits Landsvaka hf., innri endurskoðunar Landsbankans, auk ytri endurskoðunar endurskoðenda. Þessir aðilar fara með reglubundnum hætti yfir stöðu sjóðanna og starfsemi Landsvaka hf.
- Sala og markaðssetning á sjóðum Landsvaka hf. var í höndum Landsbanka Íslands hf. í gegnum þjónustusamning við Landsvaka hf. Sá þjónustusamningur er nú við NBI hf.
Fjárfestingar Peningabréfa ISK í samræmi við stefnu
Hægt er að smella á myndina til að stækka hana, eða smella á tengil neðst í fréttinni.
mbl.is