Yfirlýsing vegna peningabréfasjóðs Landsvaka

Landsvaki hf. er dótturfélag NBI hf., nýja Landsbankans.
Landsvaki hf. er dótturfélag NBI hf., nýja Landsbankans. Sverrir Vilhelmsson

Landsvaki hf., sem er sjálfstætt starfandi rekstrarfélag verðbréfasjóða í eigu NBI hf. (nýja Landsbankans) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna nýlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um félagið, og ekki síst peningabréfasjóð þess, Peningabréf ISK.

Í tilkynningunni kemur eftirtalið fram:

  • Landsvaki hf. hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða frá Fjármálaeftirlitinu og starfar í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki.
  • Landsvaki hf. er dótturfélag NBI hf en var áður dótturfélag Landsbanka Íslands hf.
  • Starfsmenn Landsvaka hf. voru 13 talsins um mitt ár og voru 30 sjóðir í rekstri Landsvaka hf. auk þess sem félagið sinnti fjárfestingarráðgjöf fyrir 4 sjóði auk stýringu fjárvörslusafna. Starfsmenn Landsvaka hf. eru nú 8 talsins
  • Landsvaki hf. er rekstrarfélag og eru endurskoðaðir ársreikningar þess og könnuð árshlutauppgjör aðgengileg í Kauphöll og á vefsíðu félagsins: www.landsbanki.is/umlandsbankann/starfsemi/dottur-oghlutdeildarfel/landsvaki/ 
  • Hver sjóður Landsvaka hf. er sjálfstæð eining og hefur aðskilinn efnahag og rekstur gagnvart öðrum sjóðum, rekstrarfélaginu og Landsbankanum.
  • Sjóðirnir eru í öllum helstu eignaflokkum og starfa eftir lögum og reglugerðum um verðbréfasjóði, reglum sem settar eru fyrir hvern sjóð og í samræmi við útboðslýsingu hvers sjóðs fyrir sig.
  • Landsvaki hf. ásamt verðbréfa- og fjárfestingasjóðum í rekstri Landsvaka hf. eru undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, innra eftirlits Landsvaka hf., innri endurskoðunar Landsbankans, auk ytri endurskoðunar endurskoðenda. Þessir aðilar fara með reglubundnum hætti yfir stöðu sjóðanna og starfsemi Landsvaka hf.
  • Sala og markaðssetning á sjóðum Landsvaka hf. var í höndum Landsbanka Íslands hf. í gegnum þjónustusamning við Landsvaka hf. Sá þjónustusamningur er nú við NBI hf.

Fjárfestingar Peningabréfa ISK í samræmi við stefnu

  • Fjárfestingar sjóðsins voru í fullu samræmi við reglur hans og útboðsgögn. Aðgerðir Landsvaka hf. hafa ávallt verið með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. 
  • Sjóðurinn fjárfesti hvorki í innlendum né erlendum hlutabréfum.
  • Samkvæmt lögum var sjóðnum heimilt að binda allt að 35% af eignum í verðbréfum sama útgefanda svo fremi sem næst stærsti útgefandinn væri undir 20%.

    Samsetning Peningabréfa ISK við slit sjóðsins

    • Innlán sjóðsins voru um 30 milljarðar og sérstakar tryggingar voru fyrir stórum hluta fyrirtækjaskuldabréfa í eigu sjóðsins.

    Fjárfestingar Peningabréfa

    • Fjárfestingarákvarðanir Peningabréfa ISK tóku mið af framboði og ávöxtunarmöguleikum á markaði á hverjum tíma.
    • Á árinu 2007 og 2008 var takmarkað framboð af skammtíma ríkisskuldabréfum miðað við ávöxtunarviðmið Peningabréfa ISK.
    • Heildarútgáfa skammtíma ríkisvíxla var á hverjum tíma á árinu 2007 á bilinu 10-15 ma. kr. Heildarstærð peningamarkaðssjóða á Íslandi á árinu 2007 var yfir 400 milljarðar.
    • Takmarkað framboð á ríkisvíxlum var í boði frá vorinu 2008 og útgáfa Seðlabanka á innstæðubréfum fullnægði á engan hátt eftirspurn.
    • Þau ríkisbréf sem í boði voru þóttu ekki á viðunandi kjörum miðað við ávöxtunarviðmið sjóðsins, þ.e. ávöxtun á millibankamarkaði.
    • Á árinu 2008 var unnið að því að takmarka fyrirtækjaáhættu sjóðsins verulega.
    • Kröfur á smærri fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki voru innheimtar.
    • Lögð var áhersla á að bæta tryggingastöðu sjóðsins gagnvart einstökum skuldurum.
    • Stöður voru ekki auknar í skuldabréfum fyrirtækja og fjárfestingarfélaga utan Marel í maí 2008.
    • Á móti voru auknar stöður á þá viðskiptabanka sem taldir voru traustastir og kerfislega mikilvægir. Þeir bankar nutu auk þess hæsts lánshæfismats innlendra fyrirtækja.
    • Fyrir setningu neyðarlaga hinn 6. október, voru innlán og skuldabréf jafnréttháar kröfur á þrotabú.
    • Lækkun á gengi Peningabréfa ISK var að 2/3 hluta vegna verðlækkunar á skuldabréfum íslensku viðskiptabankanna.
    • Verðlækkun skuldabréfanna er bein afleiðing af lagasetningunni þar sem innlán voru gerð rétthærri en skuldabréf.
Hægt er að smella á myndina til að stækka hana, …
Hægt er að smella á myndina til að stækka hana, eða smella á tengil neðst í fréttinni. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert