Brown sparkaði í Íslendinga

mbl.is/Ómar

Breska blaðið Sunday Times birt­ir í dag langa grein eft­ir blaðamann­inn AA Gill um ástandið á Íslandi. Gill gagn­rýn­ir m.a. Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Breta, harðlega og seg­ir hann hafa sparkað í Íslend­inga líkt og skólastrák­ur, sem vilji ganga í aug­un á stelp­un­um.

Gill seg­ir, að Brown hafi ýtt ís­lensku bönk­un­um fram af bjarg­brún­inni  með því að frysta ís­lensk­ar eign­ir í Lund­ún­um á grund­velli hryðju­verka­laga.

„Íslend­ing­um er ekki sama - þeir eru sár­ir. Þeir héldu alltaf að þeir væru í okk­ar liði, ekki hinna. En Gor­don þurfti að gera eitt­hvað ómerki­legt til að sýn­ast hæf­ur, svo hann réðist á minni­mátt­ar. Það var ekki kinn­hest­ur held­ur grimmi­legt spark. Hann var að sýn­ast til að ganga í aug­un á stelp­un­um. Hann hefði aldrei gert þetta ef bank­arn­ir hefðu verið þýsk­ir eða fransk­ir eða jafn­vel frá Liechten­stein," seg­ir Gill.

Hann bæt­ir við, að Brown hafi sent banda­mann á gjör­gæslu í þeim til­gangi að fá fyr­ir­sagn­ir og aukið fylgi í skoðana­könn­un­um. „En kannski tók hann ekki eft­ir því sem hann gerði. Kannski horfði hann í gegn­um gler­augað sitt," seg­ir Gill. 

Í grein­inni legg­ur Gill út frá því, að Íslend­ing­ar hafi gegn­um tíðina fengið sinn skerf og rúm­lega það af óheppni og ósjald­an lent í mikl­um áföll­um en ávallt risið upp. Þjóðinni líði nú eins og hún hafi vaknað af svefni og horfi á framtíðina af merki­legri nor­rænni bjart­sýni. Hann hef­ur eft­ir konu, sem hann hitti á bar:  „All­ir þess­ir pen­ing­ar og all­ir þess­ir hlut­ir voru afar óís­lend­ings­leg­ir. Þörf­in, neysl­an, græðgin og metnaðargirnd­in, öm­ur­leg öf­und­sýk­in, það er ekki Ísland. Það hef­ur þungu fargi verið létt af okk­ur, nú þegar pen­ing­arn­ir og all­ar þarf­irn­ar eru horfn­ar á braut. Við get­um snúið okk­ur aft­ur að því að vera Íslend­ing­ar."

Gill seg­ir síðan, að Íslend­ing­ar geri nú upp við þetta und­ar­lega tíma­bil. „Þeir munu spjara sig. Þetta er þjóðin, sem stofnaði fyrsta lýðræðis­lega þingið, Alþingi, þjóðin sem barðist við breska sjó­her­inn til að koma á fyrsta sjálf­bæra sjáv­ar­út­veg­in­um á norður­hveli jarðar, þjóðin sem eignaðist þrjár ung­frúr heim og eitt Nó­bels­skáld - og vann síðan silf­ur í hand­bolta. Menn eru metn­ir eft­ir því hvernig þeir bregðast við óheppni, ekki eft­ir því hvernig menn sóa heppni," seg­ir Gill. 

Grein Sunday Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert