Eldur kom upp í gardínum á skemmtistaðnum Players snemma í morgun. Slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út, enda húsnæðið stórt og mikið. Ekki reyndist eldurinn þó mikill þegar á reyndi. Búið er að ráða niðurlögum eldsins, en ekki tók langan tíma að ná tökum á honum. Slökkviliðið er sem stendur að reykræsta.
Eldurinn náðist ekki að breiða mikið úr sér, en að sögn varðstjóra hjá slökkviliði var starfsmaður skemmtistaðarins á staðnum þegar eldurinn kom upp, við tiltekt og frágang. Honum tókst að grípa inn í með handslökkvitæki, sem hefði útbreiðslu eldsins. Hann lét einnig vita af eldinum, en slökkvilið fékk einnig boð í gegnum rafrænt kerfi.
Um miðnættið fékk slökkvilið tilkynningu um eld í bifreið við íbúðarhús í Baugakór í Kópavogi. Ekki er talið að um íkveikju sé að ræða, en eldsupptök eru þó ókunn. Bíllinn var óökufær þegar tekist hafði að slökkva eldinn. Þá sinnti slökkvilið útkalli vegna vatnsleka í húsi í Vesturbænum um klukkan þrjú í nótt.