Hyggst stofna lágvöruverðsverslun

Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger MorgunblaðiðÞÖK

Jón Gerald Sullenberger sagði frá því í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag að hann undirbyggi nú stofnun lágvöruverðsverslana á Íslandi, til höfuðs Bónuskeðjunnar. Hann sagðist vonast til þess að íslenska þjóðin styddi hann við þessar framkvæmdir.

Jón hefur verið búsettur á Flórída um árabil en hyggst flytja heim til að standa að opnun verslananna, ef marka má orð hans í Silfrinu.

„Ég er búinn að búa erlendis í 22 ár og mér finnst hræðilegt að horfa á landið okkar,“ sagði Jón við Egil Helgason.  „Ég er að hugsa um það að pakka niður, flytja til Íslands, og sjá hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því, ef ég fæ almenning með mér. Vegna þess að ég tel að á meðan Íslendingar halda áfram að versla við þessa menn, þá heldur ballið áfram. Á meðan Íslendingar setja, ég myndi reikna með um 2-3 milljarða, í vasa Baugsmanna, Jóns Ásgeirs og Jóhannesar, þá halda þeir áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka