Hyggst stofna lágvöruverðsverslun

Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger MorgunblaðiðÞÖK

Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger sagði frá því í Silfri Eg­ils í Sjón­varp­inu í dag að hann und­ir­byggi nú stofn­un lág­vöru­verðsversl­ana á Íslandi, til höfuðs Bónu­skeðjunn­ar. Hann sagðist von­ast til þess að ís­lenska þjóðin styddi hann við þess­ar fram­kvæmd­ir.

Jón hef­ur verið bú­sett­ur á Flórída um ára­bil en hyggst flytja heim til að standa að opn­un versl­an­anna, ef marka má orð hans í Silfr­inu.

„Ég er bú­inn að búa er­lend­is í 22 ár og mér finnst hræðilegt að horfa á landið okk­ar,“ sagði Jón við Egil Helga­son.  „Ég er að hugsa um það að pakka niður, flytja til Íslands, og sjá hvort það sé ekki grund­völl­ur fyr­ir því, ef ég fæ al­menn­ing með mér. Vegna þess að ég tel að á meðan Íslend­ing­ar halda áfram að versla við þessa menn, þá held­ur ballið áfram. Á meðan Íslend­ing­ar setja, ég myndi reikna með um 2-3 millj­arða, í vasa Baugs­manna, Jóns Ásgeirs og Jó­hann­es­ar, þá halda þeir áfram.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert