Íslendingajólaball í Finnlandi

Íslendingafélagið í Finnlandi á Jólaballi.
Íslendingafélagið í Finnlandi á Jólaballi. Morgunblaðið/Baldur

Árlegt jólaball Íslendingafélagsins í Finnlandi var haldið í dag, í bústað sendiherra Íslands í Helsinki. Góð stemning var á ballinu og mættu á sjöunda tug manna.  Mætingin jafngildir því að rúmlega helmingurinn af Íslendinganýlendunni hafi komið á ballið, að sögn Hannesar Heimissonar sendiherra. Enda er það samhentur hópur Íslendinga í Finnlandi sem sameinast í félaginu.

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds og leikarinn Ragnar Bragason skemmtu gestum á jólaballinu auk þess sem nokkrir af íslensku jólasveinunum lögðu það á sig að mæta á staðinn með gjafir fyrir yngstu gestina.

Lotta Linnea Snorradóttir, 14 mánaða, fær gjöf frá Stúfi og …
Lotta Linnea Snorradóttir, 14 mánaða, fær gjöf frá Stúfi og Stekkkjastaur. Hjá henni er Snorri Kristjánsson faðir hennar. Morgunblaðið/Baldur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka