Taki upp evruna einhliða

Daniel Gros.
Daniel Gros.

Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies, mælir með því að Íslendingar taki upp evru einhliða og segir að það megi framkvæma á skömmum tíma.

Hann segir ESB ekki geta beitt refsiaðgerðum, þar sem slíkt samræmist ekki EES-samningnum, enda banni hann ekki gjaldmiðlaskipti. Hann útilokar ekki að setja þurfi einhverjar hömlur til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana. „En það verður ekki sama fangelsið og nú.“

Það taki tíma að vekja traust á bönkunum, en það sé þó aðeins úrlausnarefni, og ef erlendir bankar eignist hlut í íslensku bönkunum aukist traust á fjármálamarkaðnum. Það styrki samningsstöðu Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum að leysa gjaldmiðilskreppuna fljótt, auk þess sem mikilvægt sé að losna við að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að verja krónuna – það megi alls ekki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert