Teyga Jóla Kalda í kreppunni

Jólabjórinn rennur út.
Jólabjórinn rennur út. mbl.is/Skatpi

Þegar bankarnir fóru í þrot í haust ákváðu eigendur Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi að brugga ekki jafnmikið af Jóla Kalda og þeir höfðu ráðgert. Jólabjórinn seldist hins vegar upp á þremur vikum hjá framleiðandanum þannig að hægt hefði verið að brugga meira, að sögn Agnesar Sigurðardóttur, eins eigendanna.

„Við ætluðum upphaflega að brugga 26 þúsund lítra en út af ástandinu í þjóðfélaginu brugguðum við um 16 þúsund lítra eða 50 þúsund flöskur. Við reiknuðum alls ekki með svona viðtökum,“ segir Agnes sem bendir á að enn sé þó hægt að fá Jóla Kalda í sumum vínbúðum.

Bruggsmiðjan á Árskógssandi hefur verið starfrækt í tvö ár og þeim tíma hafa verið seldar rúmlega 1,5 milljónir flaskna af ljósum og dökkum Kalda.

Nú er verið að undirbúa útflutning á bjórnum til Færeyja og Noregs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert