Uppstokkun fyrir áramót

Ríkisstjórn Íslands eftir að hún tók við í maí 2007.
Ríkisstjórn Íslands eftir að hún tók við í maí 2007. mbl.is/Brynjar Gauti

Fréttastofa Ríkisútvarpsins segist hafa það eftir heimildum að stokkað verði upp í ríkisstjórninni fyrir áramót og líkleg verði fjórum ráðherrum skipt út. Einnig sé líklegt að breytingar verði á bankastjórn Seðlabankans og hugsanlega einnig á stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Í fréttum Sjónvarps kom fram, að rætt hafi verið um að Björn Bjarnason víki úr sæti dómsmálaráðherra fyrir Bjarna Benediktsson og að Kristján Þór Júlíusson taki við af Árna M Mathiesen í fjármálaráðuneytinu.

Þá hafi heyrst Björgvin G. Sigurðsson stígi til hliðar og hleypi Ágústi Ólafi Ágústssyni í viðskiptaráðuneytið. Einnig sé hugsanlegt að Þórunn Sveinbjarnardóttir víki úr embætti umhverfisráðherra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert