Vél Herjólfs bilaði

Vestmannaferjan Herjólfur.
Vestmannaferjan Herjólfur.

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er bilaður en seinni ferð skipsins féll niður í gær. Stimpill í stjórnborðsvél bilaði í gær þegar skipið var á leið frá Eyjum til Þorlákshafnar og var siglt á einni vél. Aðalvélin bilaði einnig þegar skipið var á leið til Eyja. Til stóð að gera við bilunina í gærkvöldi þannig að skipið siglir á áætlun í dag.

Hafsteinn Hafsteinsson, skipstjóri Herjólfs segir við eyjafréttir.is, að ekki hafi verið teflt á tvísýnu.  „Veðrið er það gott að við getum vel siglt á annarri vélinni.  Við ákváðum í (gærmorgun) að fara af stað þó að vélin hafi ekki farið í gang og reyna koma henni í gang á leiðinni.  Svo kom í ljós síðar að bilunin var alvarlegri en við vonuðumst til, stimpill í stjórnborðsvél var farinn og því þarf að skipta honum út."

Ekki var farið frá Þorlákshöfn til Eyja fyrr en laust fyrir klukkan 15 í gær og tók siglingin á áttunda tíma.  Í Fréttablaðinu í dag kemur fram, að á miðri leið hafi aðalvélin einnig bilað og skipið var því vélarvana í um hálftíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert