Ætlar ekki gegn Þorgerði

Guðlaugur Þór Þórðarson,heilbrigðisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson,heilbrigðisráðherra mbl.isÓmar

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra vísar á bug orðrómi um að hann hyggist bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í lok janúar næstkomandi.

„Ég tel mikilvægt að við sjálfstæðismenn stöndum þétt saman. Það hefur aldrei staðið annað til hjá mér en að styðja forystuna,“ segir hann og bendir um leið á að sjálfstæðismenn hafi boðað til landsfundar til að fara yfir stefnu flokksins í kjölfar breyttrar stöðu.

„Ég er í miðju kafi eins og aðrir sjálfstæðismenn í stóru verkefni. Það sem snýr að mér eru heilbrigðismálin sem eru vandasamt og krefjandi verkefni. Innbyrðis átök eru ekki það sem við þurfum á að halda núna,“ tekur ráðherrann fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka