Brotist inn í Lækjarskóla

Lögreglan lýsir eftir vitnum.
Lögreglan lýsir eftir vitnum. mbl.is/Júlíus

Í nótt var brot­ist inn í Lækj­ar­skóla í Hafnar­f­irði og stolið þaðan tölvu, ferðaút­varpi og geislaspil­ara. Þjóf­arn­ir voru sein­heppn­ir því snjór var yfir öllu og hægt að rekja spor­in. 

Vart varð við þjóf­ana og þegar lög­regl­an kom á staðinn var hægt að rekja spor þjóf­anna með góðu móti. Þeir voru  svo gripn­ir á Sunnu­vegi í Hafnar­f­irði. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu voru þjóf­arn­ir vistaðir í fanga­geymslu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert