Búist við að vegir teppist

Vegagerðin vill benda á að vegna snjókomu og éljagangs á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi má búast við að vegir þar teppist fljótlega eftir að þjónustu líkur í kvöld.

Á Suðurlandi er hálka á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka er í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja. Snjóþekja og snjókoma er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, þæfingur er á Hrafnseyrarheiði, þungfært og skafrenningur á Dynjandisheiði, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi er mikil éljagangur og snjókoma á öllum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þæfingsfærði er í Fljótum og á Lágheiði.

Á Austurlandi er víða hálka eða snjóþekja. Á Suðausturlandi er hálka og hálkublettir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert