Dýr Sjúkratryggingastofnun

Kostnaður við nýja Sjúkratryggingastofnun hleypur á hundruðum milljóna.  Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að talan 240 milljónir á ári væri út úr öllu korti. Forstjóri Tryggingastofnunar segir hinsvegar að þar til viðbótar  komi hundruð milljóna vegna kostnaðar við tvö upplýsingakerfi í stað eins.

Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins sagði hinsvegar í samtali við MBl sjónvarp að 240 milljónir væri allt of lág tala.  Þar væri ótalinn kostnaður við að aðgreina upplýsingakerfi stofnananna en hann hlaupi á hundruðum milljóna.

Geir sagði ennfremur að Alþingi hafi samþykkt að færa tiltekinn hluta verkefna Tryggingastofnunar undir nýja stofnun. Unnið væri í samræmi við það og hann viti ekki betur en það væri gert í bróðerni og sátt.

Skiilja mátti hinsvegar á Ögmundi Jónassyni að heitt hefði verið í kolunum á sameiginlegum fundi Heilbrigðis og trygginganefndar í morgun. Hann sagðist hafa orðið lítið var við bróðerni og sátt en meira við glundroða, ósætti og stjórnleysi á umræddum fundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert