Eftirlaunaréttur ráðherra sá sami og þingmanna

mbl.is/Ómar

Ráðherrar munu ekki ávinna sér hraðar réttindi til eftirlauna en aðrir þingmenn samkvæmt nýrri tillögu ríkisstjórnarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, staðfesti þetta í fréttum Ríkisútvarpsins.

Ríkisstjórnin kynnti fyrir þremur vikum breytingar á lögum um eftirlaun alþingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna og þar var gert ráð fyrir, að réttindasöfnun alþingismanna yrði lækkuð úr 3% í 2,4% en ávinnsla ráðherra og hæstaréttardómara yrði lækkuð úr 6% í 4%.

Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að ganga lengra og minnka réttindi ráðherra til jafns við aðra þingmenn. Hæstaréttardómarar haldi hins vegar sínum 4% nema þingið vilji annað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert