Ekkert annað hægt en sækja um aðild

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir við norska blaðið Klassekampen, að hún telji ekki að Íslendingar eigi annars úrkosti en að sækja um aðild að Evrópusambandinu eftir þau áföll, sem dunið hafa yfir landið að undanförnu. 

„Ég tel ekki að Ísland eigi aðra kosti eftir það áfall, sem gjaldmiðillinn okkar hefur orðið fyrir," hefur blaðið eftir Þorgerði Katrínu.

Hún segir, að verði niðurstaðan sú á Íslandi, að leggja fram aðildarumsókn án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á undan, gæti umsóknin legið fyrir á fyrri hluta næsta árs. Annars muni umsóknarferlið taka lengri tíma. 

Ummæli Þorgerðar Katrínar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert