Frétt DV stöðvuð

Ekki mátti fjalla um Sigurjón Þ. Árnason í DV.
Ekki mátti fjalla um Sigurjón Þ. Árnason í DV. mbl.is/Sverrir

Blaðamaðurinn Jón Bjarki Magnússon greinir frá því á netsíðunni nei á this is. í dag að birting greinar sem  hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans hafi verið stöðvuð af ritstjóra DV þann 6. nóvember. Í greininni hafi komið  fram að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum.

Segir hann m.a. að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi kallað sig  til fundar og sagt að „stórir aðilar úti í bæ" hefðu stöðvað birtingu fréttarinnar.

Yfirlýsing Jóns Bjarka birtist hér.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka