Gjöf forseta til Hillary Clinton á Ebay

Forsetaeggið, sem nú er boðið til sölu á eBay.
Forsetaeggið, sem nú er boðið til sölu á eBay.

Gjöf forseta Íslands til Hillary Clinton árið 1999 er  komin á uppboð á Ebay.com.

Gripurinn er gjöf sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gaf Hillary Clinton, þá forsetafrú Bandaríkjanna, þegar hún kom til Íslands árið 1999 á alþjóðlega ráðstefnu um konur og lýðræði. Gripurinn, egg á glerfæti, er nú kominn á uppboð á uppboðsvefnum Ebay.

Myndir af skúlptúrnum fylgja með uppboðslýsingunni, og á glerfætinum stendur: Forseti Íslands undir fána og skjaldarmerki. Á myndunum sést einnig að gripurinn hefur á sínum tíma verið skráður í alríkisskrá yfir gjafir til forsetahjónanna fyrrverandi.

Nafns þess er hannaði skúlptúrinn og smíðaði er hvergi getið.

Seljandi skúlptúrsins kallar sig Gateway Antiques, og kveðst hafa keypt hann á uppboði í New York.

Samkvæmt upplýsingum á Ebay er skúlptúrinn metinn á andvirði rúmlega 35 þúsund króna, eða á 300 bandaríkjadali. Uppboðið hófst á mánudag og rennur út í dag. Seljandinn segir öruggt að verð gripsins muni hækka og að í honum felist mikil saga. Hann setur upp 299 dali en enn hefur ekki verið boðið í gripinn.

Heimsókn Hillary Clinton á ráðstefnuna um konur og lýðræði vakti heimsathygli. Clinton hélt lokaræðu þingsins, ræðu sem enn er í minnum höfð, þar sem hún talaði um konur, jafnrétti og þær umbætur sem nauðsynlegar væru til að rétta þeirra hlut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert