Milljarðahalli á heilbrigðisstofnunum

Landspítali.
Landspítali. mbl.is/Ómar

Mikill halli er á rekstri heilbrigðisstofnana og í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í dag. Meðal annars er farið fram á 1550 milljóna króna framlag til að mæta tveimur þriðju hlutum af uppsöfnuðum 2400 milljóna króna rekstrarhalla Landspítalans.

Fram kemur í frumvarpinu, að nokkurn hluta hallans megi rekja til gengisfalls krónunnar. 

Þá er farið fram á 200 milljóna króna viðbótarfjárveitingu vegna Sjúkrahússins á Akureyri en það svarar til 2/3 hluta af áætluðum 300 milljóna króna uppsöfnuðum rekstarhalla spítalans. 

Þá er farið fram á 450 milljóna króna fjárheimild til að mæta 2/3 hlutum af 670 milljóna króna uppsafnaðs rekstarhalla Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Loks er farið fram á 850,4 milljóna króna framlag vegna heilbrigðisstofnana utan höfuðborgarsvæðisins en það er talið nema um 2/3 af uppsöfnuðum halla í lok ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert