Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Frikki

„Við [Sam­fylk­ing­in] or­sökuðum ekki það hrun sem yfir okk­ur kom. {...} Stærsta or­sök­in ligg­ur í þeirri ofsa­frjáls­hyggju sem að hér réði ríkj­um um lang­an tíma, ekki síst á síðasta kjör­tíma­bili,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ingi­björg Sól­rún ávarpaði kaffi­boð 60+ á Grand Hót­el í dag. Hún sagði að þrátt fyr­ir að erfiðir tím­ar væru framund­an geti Íslend­ing­ar vel kom­ist í gegn­um þá sýni þeir þolgæði, æðru­leysi og skyn­semi.

Hún seg­ir að vand­inn teygi anga sína aft­ur til árs­ins 2001 þegar bank­arn­ir voru einka­vædd­ir án þess að þeim yrðu sett mörk og eign­araðild­in dreifð. Hún benti á að rík­is­stjórn­in hafi einka­vætt bank­ana með þeim af­leiðing­um að til­tölu­lega fáir aðilar eignuðust þá.

„Fjár­mála­kerfið okk­ar stækkaði og óx í raun­inni sam­fé­lag­inu yfir höfuð,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við að þetta ger­ist á sama tíma og verið sé að höndla með ís­lenska krónu „sem er ör­mynt í sam­fé­lagi þjóðanna.“

Hún seg­ir að eig­end­ur og stjórn­end­ur bank­anna hafi farið of glanna­lega fram. Ábyrgðin sé fyrst og fremst þar.

Frí­ar sig ekki ábyrgð

Hún neit­ar því hins veg­ar ekki að stjórn­völd og þing­menn hafi mátt vera meira vak­andi. „Auðvitað get­um við ekki und­an­skilið okk­ur um sök í mál­inu. Það má vel halda því fram að við hefðum kannski átt að vera meira miklu meira vak­andi fyr­ir því sem var að ger­ast í kring­um okk­ur.“

Ingi­björg Sól­rún seg­ist ekki ætla að fría sig ábyrgð. Hún ít­rek­ar hins veg­ar að nú­ver­andi vandi sé fyrst og síðast þeim að kenna sem áttu og ráku bank­ana. Þeir hafi ekið ofan í skurð. Þeir verði því að bera ábyrgð.

Ingi­björg Sól­rún seg­ir hins veg­ar að þeir hafi unnið í erfiðu um­hverfi og vís­ar fyrst og fremst í veika stöðu krón­unn­ar.

Hún seg­ir að aðstæðurn­ar séu erfiðar en mik­il­vægt sé að Íslend­ing­ar nái að vinna sig út úr þeim.

Stjórn­völd verða að segja satt að sögn Ingi­bjarg­ar. Þau séu nú að tak­ast á við mik­inn fjár­laga­halla og menn verði að gera allt sem í þeirra valdi standi til að minnka hall­ann.

Mik­il­vægt að standa vörð um vel­ferðina

„Við reyn­um eins og kost­ur er við þess­ar aðstæður að verja vel­ferðina, því það er er­indi okk­ar sem jafnaðarmanna. Það var er­indi þegar við fór­um inn í rík­is­stjórn­ina árið 2007 að byggja upp vel­ferðina,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún. Nú sé það hlut­verk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að standa vörð um vel­ferðina. Ekki hægt að setja mikið í upp­bygg­ingu á vel­ferðarþjón­ust­unni. Því reyni Sam­fylk­ing­in að verja kjör þeirra sem hafi þau lök­ust.

Hún bend­ir hins veg­ar á að Íslend­ing­ar megi ekki gleyma sér í erfiðleik­un­um, því ný lands­sýn sé framund­an. Ekki sé svo langt að bíða að hér verði hægt að búa til betra land.

Þjóðin sé ung. Hér sé öfl­ugt  vinn­andi fólk og vel menntað. Auk þess eigi Íslend­ing­ar gjöf­ul­ar auðlind­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka