Kaupið bara íslenskan þorsk

Frá Hraðfrystihúsi Gunnvarar hf. á Ísafirði.
Frá Hraðfrystihúsi Gunnvarar hf. á Ísafirði. mbl.is/HB

„Hættið að kaupa þorsk nema þann sem kominn er úr Íshafinu eða frá Íslandi“. Þannig hljóða tilmæli nýrra óháðra, franskra samtaka, L'Alliance produits de la mer, til neytenda, fiskheildsala, eigenda veitingahúsa og fisksala í Frakklandi, Belgíu og Sviss. Beita þau sér fyrir „ábyrgari“ fiskkaupum í þágu „ábyrgari“ veiða.

Samtökin beita sér fyrir sjálfbærni fiskveiða og höfða til neytenda með því að segja að meðan fiskmeti sé gott fyrir heilsu manna, þá skuli það valið með tilliti til „heilsu“ hafanna. Þau segja þorskstofna í Norðaustur-Atlantshafi ofnýtta, að frátöldum þorskstofnum í Íshafinu og við Ísland.

Í stað þess að setja tegundir á svartan lista freista þau þess að beina veiðum og vinnslu í vistvænan farveg með samstarfi við samtök hagsmunaaðila í frönskum sjávarútvegi.

 Blaðið segir að með tilmælum um að kaupa ekki þorsk nema frá Íslandi og úr Íshafinu sé leiðarvísinn ekki til þess fallinn að gleðja þorskveiðimenn á Ermarsundsströnd Frakklands. Vitnisburður þeirra sjálfra og vísindamanna staðfesti þó hækkandi hlutfall smáfisks í afla þeirra.

Samtökin segja þorsk úrvalsfæðu óháða verkun. Hann sé eftirlætisfiskur Frakka en sem stendur færi betur á því að þeir gæddu sér á ufsa af heimamiðum. Þá væri stofn vartara í góðu ásigkomulagi og ekki síður lýrs. „Lýr er jafn bragðgóður og þorskur og mælum við með neyslu hans,“ segir í leiðarvísinum. Stofnar lýrs í lögsögu ESB og Noregs séu nú sjálfbærir eftir ofveiði á áttunda og níunda áratugnum.

Leiðarvísinn franska má finna á netinu á slóðinni:

http://www.seafoodchoices.org/resources/documents/FrenchSpeciesGuide_RevisedFinal.pdf

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert