Komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús

Heimilt verður að taka upp komugjald á sjúkrahús.
Heimilt verður að taka upp komugjald á sjúkrahús.

Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum var lagt fram á Alþingi í dag. Um er að ræða svokallaðan bandorm þar sem safnað er saman lagabreytingum, sem til stendur að gera til að afla ríkinu aukinna tekna og draga úr útgjöldum og þannig batni afkoma ríkissjóðs um 45 milljarða króna. M.a. er gert ráð fyrir að heimilað verði að taka komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús sem skili um 360 milljóna tekjum.

Frumvarpið skiptist í ellefu kafla. Það gerir m.a. ráð fyrir að þak á útgjöld ríkisins árið 2009 vegna búvörusamninga, sem á að spara 800 milljónir króna, þskj. 357 # frumskjal forsrh., 136. lþ. 243. mál: #A ráðstafnanir í ríkisfjármálum # frv.sóknargjöld til trúfélaga lækki samtals um 328 milljónir, tekjuskattur verði hækkaður um 1,25 prósentur, að sveitarfélögum verði heimilað að hækka útsvar um 0,25 prósentur, að greiðslur vegna fæðingarorlofs verði að hámarki 400.000 krónur á mánuði í stað 480.000 króna. Þá er lögð til sú breyting á nýsettum lögum um sjúkratryggingar að heimilað verði að taka komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús.

Í frumvarpinu er lögð til hækkun á viðmiðunarfjárhæðum sjómannaafsláttar, barnabóta og vaxtabóta frá 1. janúar 2009 í samræmi við upphaflegar forsendur fjárlagafrumvarps fyrir komandi ár. Verði frumvarpið að lögum mun grunnfjárhæð sjómannaafsláttar hækka um 12,9% og viðmiðunarfjárhæðir barnabóta og vaxtabóta um 5,7%. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs vegna hækkunar viðmiðunarfjárhæða sjómannaafsláttar, barnabóta og vaxtabóta verði um 1 milljarður króna.

Þá er lagt til að vaxtabótum verði ekki skuldajafnað á móti gjaldföllnum afborgunum og vöxtum af lánum Íbúðalánasjóðs ásamt sambærilegri tímabundinni breytingu hvað varðar skuldajöfnun barnabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Er það í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 14. nóvember sl. um aðgerðir í þágu heimilanna.

Lög um ráðstöfun söluandvirðis Landssíma felld úr gildi

Einnig er í frumvarpinu ákvæði um að lög um ráðstöfun söluandvirðis Landssíma Íslands hf., verði felld úr gildi.  Segir þar að vegna gjörbreyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar frá því lögin voru sett þyki réttast að fella þau hreinlega úr gildi og að ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verkefna sem þar sé fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka