Hópur fólks hyggst mótmæla fyrir framan Stjórnarráðið kl. 17 í dag, en yfirskrift mótmælanna er: „Við sitjum ekki aðgerðalaus“. Mótmælendurnir ætla að sitja á stólum og prjóna eða sauma.
Mótmælendurnir segjast ætla að senda ráðamönnum þjóðarinnar þau skilaboð að þeir sætti sig ekki við stöðu mála, spillingu gulldrengja og aðgerðaleysi stjórnvalda.