Óvenjulegar mótmælaaðgerðir hófust klukkan 17 framan við Stjórnararáðið í Lækjargötu en þar hefur hópur fólks sest að hannyrðum undir yfirskriftinni: Við sitjum ekki aðgerðarlaus. Fólkið stoppaði í sokka og vettlinga, söng og drakk heitt kakó.
Mótmælendurnir sögðust með þessu ætla að senda ráðamönnum þjóðarinnar þau
skilaboð að þeir sætti sig ekki við stöðu mála, spillingu gulldrengja
og aðgerðaleysi stjórnvalda.