Yfirmaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur var leystur frá störfum í vikunni sem leið, vegna vafasamra viðskipta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að maðurinn skrifaði upp á reikninga fyrir hönd OR, við fyrirtæki sem tengdust honum. Samtals námu reikningarnir rúmlega 10 milljónum króna á nokkurra ára tímabili.
Verið er að rannsaka hvort um raunveruleg viðskipti var að ræða en háttsemi mannsins gengur í berhögg við innkaupareglur OR. Hún kom í ljós við reglubundið innanhúseftirlit. Endurskoðendur fara nú yfir verk hans síðustu ár.