„Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum"

Kast­ljós Sjón­varps­ins birti í kvöld seg­ul­bands­upp­töku af sam­tali Reyn­is Trausta­son­ar, rit­stjóra DV, og   Jóns Bjarka Magnús­son­ar, sem starfaði sem blaðamaður hjá DV en hætti í gær. Útskrift af sam­tal­inu fer hér á eft­ir eins og það heyrðist í Kast­ljós­inu:  

Reyn­ir: Frétt­in var í raun og veru sára­sak­laus í sjálfu sér. Þú varst ekki að upp­lýsa neitt sér­stakt nema sem hef­ur komið fram, að hann er þarna og er eitt­hvað að gera og ég veit að það er ekki á veg­um sko ... konkret á veg­um Lands­bank­ans.

En við stóðum bara and­spæn­is þú veist þess­um hroðal­egu ör­lög­um, að keyra á þessu eða þurfa þess vegna að pakka sam­an. Af því að okk­ur er ógnað ein­hvers staðar að, skil­urðu. Og þá verður maður að vega og meta, vill maður taka slag­inn fyr­ir þetta mál eða vill maður það ekki? Þegar sko mál­in eru kom­in í þann far­veg að það er bara sagt við okk­ur: Það verður bara slökkt á ykk­ur. Og ekki af neinu sér­stöku. Nú vissu menn al­veg að það var ekk­ert í þessu ... það var ekk­ert þarna sem gerði sko Sig­ur­jón að ein­hverju hérna ... hann varð ekki upp­vís að neinu sér­stöku. En hann var svona ... að hluta til held ég að þetta snú­ist um það að hann var að fara yfir um eða eitt­hvað og málið var bara sett á ... sem ég veit ekk­ert um, ég stend bara and­spæn­is því að ég er sko grát­beðinn um að gera þetta ekki.

Af því að við nátt­úr­lega ... fé­lagið er að skipta um eig­end­ur og það var bara allt komið í háa­loft. En ég ákvað að gera það, vegna þess að við erum heiðarleg­ur miðill og ég vil að við för­um út með öll mál sem skipta ein­hverju. Og af því að ég ber virðingu fyr­ir þinni vinnu og af því að þú ert bara einn af okk­ar bestu mönn­um, þá vildi ég segja þér að þetta væri svona en ekki ein­hvern veg­inn hinseg­in. En þú verður að trúa mér í því að al­var­an var al­veg gríðarleg. En það snýst ekki um að ég sé að mis­muna þinni ... eða traðka á þinni vinnu held­ur bara urðum við að gera þetta, eða lenda í ein­hverju limbói og lenda í hönd­un­um á ein­hverj­um djöf­uls­ins aum­ingj­um sko, að það færu ein­hverj­ir aum­ingj­ar að eiga þetta blað. Þetta er svo sha­ky allt sam­an.

Venju­lega hefði maður bara sagt þú veist, það eru ótal frétt­ir sem maður birt­ir ekki af ýms­um ástæðum. Við erum ekki búin að skrifa frétt­ina um lög­reglu­mann­inn sem fyr­ir­fór sér. Það er ástæða fyr­ir því. Þá er maður að hugsa um hags­muni blaðsins. Ekki það, að þetta er frétt sem á full­an rétt á sér og stund­um bakk­ar maður af ein­hverj­um ástæðum, eðli­leg­um. Og þarna var ekk­ert ... þetta var nauðung­araðgerð.

Jón Bjarki:  En sko ég bara ... þetta horf­ir þannig við mér ... sko bara eins og sko staðan í land­inu í dag. Þú veist ... maður er svo hrædd­ur um sko ef eru komn­ir ein­hverj­ir sko ... Ég átta mig ekki á hversu stórt þetta er, en maður ein­hvern veg­inn fer að hugsa, ég fór að hugsa nátt­úru­lega sko, og ein­hvern veg­inn ... ég veit það ekki, semsagt ef eig­end­urn­ir eru farn­ir eitt­hvað að ...

Reyn­ir: Það eru al­veg skýr mörk milli mín og eig­anda sem er núna Hreinn Lofts­son. Og Hreinn Lofts­son er sko ... hann er mjög fair í öllu svona. Við erum al­veg með mörk­in skýr. En sko, ímyndaðu þér ... og þú get­ur aldrei farið út með það sem ég er að segja þér. Þetta er bara ég og þú. En ég vil bara að þú vit­ir það að það var ekki verið að ... það var ekki verið að þessu þú veist ... þú ert að skila flottri vinnu og mjög gott. Ég bara varð að vigta þetta. Vildi ég taka þann slag að við yrðum traðkaðir hér niður ... af því að það eru hluta­bréf þarna úti; þau voru að skipta um hend­ur. Hreinn var að kaupa þetta. Og vildi ég ógna sko allri okk­ar til­vist fyr­ir þetta mál, sem ég sá sem sára­sak­laust í raun og veru.

En karl­inn var kom­inn á ein­hvern level, hann var að fara yfir um. Og þá fara ein­hverj­ir aðrir yfir um, skil­urðu. Og að er það sem gerðist, það myndaðist ein­hver hystería og á end­an­um sagði ég: Ókei, við skul­um bara bíða með þetta ... og valuið ... þetta var ekki þannig að við vær­um að upp­lýsa sko þjóðarglæp eða eitt­hvað slíkt. Og við erum ekki einu sinni komn­ir að kjarna máls­ins, hvað er að ger­ast þarna. Við mun­um kom­ast að þeim kjarna og við mun­um, þú veist, fara út með málið á ein­hverj­um tíma­punkti.

En auðvitað er þetta land ... ég meina þetta er þannig land að það var hótað að loka, það var hótað að stöðva prent­un DV. Sem að ... Björgólf­ur Guðmunds­son á prent­smiðjuna. Og ég svo sem er ekk­ert nojaður yfir því. Ég bara berst við þann djöf­ul og hann mun, þú veist ... við mun­um taka hann niður og þá verður allt miklu heil­brigðara en það var. Og það er ekki þannig að við séum að stýra þessu, sko ... við mun­um aldrei fall­ast á að við séum að stýra þessu í þágu ein­hverra afla.

En þegar maður stend­ur and­spæn­is því að það er sagt bara: Heyrðu, þarna eru bara öfl sem munu sko stúta okk­ur. Hvað á maður að segja þá? Þú veist, trúðu mér, þetta er hystería sko. Það er hystería sem gríp­ur um sig ein­hvers staðar í kerf­inu og hysterí­an verður að þessu; að sára­sak­laus frétt sem hefði al­veg eins getað verið í fólk-burðinum; bara Sig­ur­jón chill­ar ein­hvers staðar, hún verður að þessu ri­sa­máli af því að hann snapp­ar. Sko hann er ein­hvern veg­inn á barmi tauga­áfalls. Og þar ligg­ur hund­ur­inn graf­inn í þessu, ekki það að við séum að bakka út úr ein­hverju mega­skúbbi og þjóðarleynd­ar­máli. Enda höf­um við al­ger­lega frjáls­ar hend­ur með allt sem okk­ur sýn­ist. En ég vildi nú bara út­skýra þetta fyr­ir þér. Og þú verður bara að taka ... einn góðan veður­dag skal ég bara segja þér hvernig þetta var.

Þú verður að at­huga að það eru svo marg­ir áhrifa­vald­ar á líf okk­ar. Björgólf­ur Guðmunds­son með ann­ars veg­ar veð í bréf­un­um og hins veg­ar prent­un á blaðinu. Á meðan hann er með ... eitt­hvert lífs­mark er með hon­um mun hann reyna að drepa okk­ur. En við höf­um svo sem pönk­ast á hon­um út í það óend­an­lega.

Þannig er þetta. Þetta er svona ... þannig að sko ég vildi alla­vega hafa það stærra mál ef það ætti að fara að láta reyna á líf eða dauða. Maður myndi þá falla með sæmd en ekki falla á ein­hverj­um svona súkkulaðiburði.

Jón Bjarki: Nei, nei, það er al­veg rétt.

Reyn­ir:  Það þarf eitt­hvað sko ...

Jón Bjarki: Já, já.

Reyn­ir:  En það er óvenju ... Þarna var komið að því að menn stigu yfir ein­hverja línu og sögðu bara: Sorrí, ef þið gerið þetta þá er ég dead meat og þú líka og þið líka. En það hef­ur ekki gerst hér ennþá að við höf­um þurft að ganga ein­hverra er­inda ein­hvers í frétta­flutn­ingi eða með ekki-frétta­flutn­ingi. Nema í þessu til­viki og þá snýst þetta sko um hjartað sjálft. Þig sjálf­an, lif­ir þú eða deyrð? Það snýst ekki um Davíð Odds­son, Baug, Lands­bank­ann. Þetta snýst bara um það; verður þessi kett­ling­ur ... vill hann fara í fjöl­miðla eða verður hann drep­inn?

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka