Upptaka fæðisgjalda hugsanleg

Landspítalinn í Fossvogi
Landspítalinn í Fossvogi mbl.is/ÞÖK

Fyrirhugaðar eru breytingar á komugjöldum og/eða upptaka fæðisgjalda á heilbrigðisstofnunum. Þessi tillaga um hækkun á sértekjum er undir liðnum óskipt framlag til sjúkrahúsa í nefndaráliti vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi.

„Ég skil þetta þannig að sjúklingar gætu þurft að inna af hendi einhverja greiðslu fyrir innlagnir, eins og til dæmis fæðisgjald. Nú greiðir fólk eingöngu gjald fyrir göngudeildar- og dagdeildarþjónustu,“ segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans.

Gert er ráð fyrir því að framlög til Landspítalans verði 1,7 milljörðum lægri en áætlað var í október.

Hulda segir ekki stefnt að því að lækka laun eða segja starfsmönnum upp. „Það eru ekki tillögur frá okkur í framkvæmdastjórn sjúkrahússins. Ákvörðun um launalækkun verður heilbrigðisráðherra eða Alþingi að taka en við gætum þurft að fækka starfsmönnum á næsta ári. Við reynum frekar að horfa á hvernig við getum dregið úr launakostnaði með því að draga úr kvöld- og næturvöktum auk yfirvinnu en þá þarf kannski að flytja starfsmenn á milli deilda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert