110 milljónir í veg að vatnsverksmiðju

Jón Ólafsson við vatnsverksmiðjuna í Ölfusi
Jón Ólafsson við vatnsverksmiðjuna í Ölfusi

Kristján L. Möller, sam­gönguráðherra, fer fram á 110 millj­óna króna auka­fjár­veit­ingu í fjár­auka­lög­um, vegna fram­kvæmda við Hlíðar­enda­veg í Ölfusi. Um er að ræða 6,3 kíló­metra veg­teng­ingu frá Þor­láks­hafn­ar­vegi að vatn­s­átöpp­un­ar­verk­smiðju Icelandic Water Hold­ings ehf. sem er í eigu Jóns Ólafs­son­ar, at­hafna­manns.

Verk­efnið er utan gild­andi sam­göngu­áætlun­ar. Fyr­ir­séð er að tölu­verðir þunga­flutn­ing­ar fara um veg­inn en ný átöpp­un­ar­verk­smiðja var gang­sett í landi Hlíðar­enda í Ölfusi í lok sept­em­ber sl.

Ætl­un­in er að styrkja Hlíðar­enda­veg og leggja á hann bundið slitlag en ósk­ir þar um hafa komið frá bæði sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi og eig­end­um vatns­verk­smiðju Icelandic Water Hold­ings ehf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert