110 milljónir í veg að vatnsverksmiðju

Jón Ólafsson við vatnsverksmiðjuna í Ölfusi
Jón Ólafsson við vatnsverksmiðjuna í Ölfusi

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, fer fram á 110 milljóna króna aukafjárveitingu í fjáraukalögum, vegna framkvæmda við Hlíðarendaveg í Ölfusi. Um er að ræða 6,3 kílómetra vegtengingu frá Þorlákshafnarvegi að vatnsátöppunarverksmiðju Icelandic Water Holdings ehf. sem er í eigu Jóns Ólafssonar, athafnamanns.

Verkefnið er utan gildandi samgönguáætlunar. Fyrirséð er að töluverðir þungaflutningar fara um veginn en ný átöppunarverksmiðja var gangsett í landi Hlíðarenda í Ölfusi í lok september sl.

Ætlunin er að styrkja Hlíðarendaveg og leggja á hann bundið slitlag en óskir þar um hafa komið frá bæði sveitarfélaginu Ölfusi og eigendum vatnsverksmiðju Icelandic Water Holdings ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert