1.625 sækja um nám við HÍ

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umsóknir um nám við Háskóla Íslands á vormisseri 2009 eru 1.625 talsins.  Fyrir eru í skólanum rösklega 12 þúsund nemendur og nemur fjöldi umsókna því um 13% af öllum nemendum Háskóla Íslands. 894 sóttu um grunnnám sem er rúmlega fjórföldun milli ára og 731 sótti um framhaldsnám sem er ríflega sjöfaldur sá fjöldi sem var tekinn inn í nám við HÍ í fyrra.

Í tilkynningu frá HÍ kemur fram að fleiri umsóknir kunni að berast þrátt fyrir að umsóknafrestur hafi runnið út í gær þar sem ætla má að einhverjir hafi sent umsóknir með pósti sem mun berast á næstu dögum.  

Umsóknarfrestur var framlengdur til 15. desember sl. vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði.  Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve margir nemendur munu í reynd hefja nám á vormisseri, en háskólaráð mun fjalla um málið á fundi sínum í dag.  Unnið verður af kappi við úrvinnslu umsókna á næstu dögum og er stefnt að því að afgreiðslu verði lokið fyrir áramót, samkvæmt tilkynningu HÍ. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert