1.625 sækja um nám við HÍ

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um­sókn­ir um nám við Há­skóla Íslands á vormiss­eri 2009 eru 1.625 tals­ins.  Fyr­ir eru í skól­an­um rösk­lega 12 þúsund nem­end­ur og nem­ur fjöldi um­sókna því um 13% af öll­um nem­end­um Há­skóla Íslands. 894 sóttu um grunn­nám sem er rúm­lega fjór­föld­un milli ára og 731 sótti um fram­halds­nám sem er ríf­lega sjö­fald­ur sá fjöldi sem var tek­inn inn í nám við HÍ í fyrra.

Í til­kynn­ingu frá HÍ kem­ur fram að fleiri um­sókn­ir kunni að ber­ast þrátt fyr­ir að um­sókna­frest­ur hafi runnið út í gær þar sem ætla má að ein­hverj­ir hafi sent um­sókn­ir með pósti sem mun ber­ast á næstu dög­um.  

Um­sókn­ar­frest­ur var fram­lengd­ur til 15. des­em­ber sl. vegna sér­stakra aðstæðna á vinnu­markaði.  Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hve marg­ir nem­end­ur munu í reynd hefja nám á vormiss­eri, en há­skólaráð mun fjalla um málið á fundi sín­um í dag.  Unnið verður af kappi við úr­vinnslu um­sókna á næstu dög­um og er stefnt að því að af­greiðslu verði lokið fyr­ir ára­mót, sam­kvæmt til­kynn­ingu HÍ. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka