Björgólfur: Fjarstæða en kemur ekki á óvart

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Björgólfur Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Kastljósi Sjónvarpsins um ástæður þess að  DV birti ekki frétt um að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.  Segir hann fjarstæðu að hann hafi haft afskipti af því máli en að það komi ekki á óvart að Reynir Traustason, ritstjóri DV hafi kallað sig „djöfull".

Yfirlýsing Björgólfs fer í heild sinni hér á eftir: 

Annars vekur það athygli mína en kemur í raun ekki á óvart að ritstjórinn, Reynir Traustason, segir í þessu samtali að ég sé „djöfull" og að „við munum taka hann niður". Þá er ekki annað að skilja en þetta hafi verið stefna blaðsins um all nokkurt skeið því ritstjórinn segir jafnframt: „En við höfum pönkast á honum (sic: Björgólfi Guðmundssyni) í hið óendanlega." Ritstjórinn hlýtur við fyrsta tækifæri að skýra þessa ritstjórnarstefnu blaðsins fyrir lesendum sínum og þá upplýsa jafnframt hvort það séu fleiri djöflar sem þurfi að taka niður og blaðið pönkist á.

Reykjavík, 16. desember 2008

Björgólfur Guðmundsson"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert