Bótafjárhæðin vonbrigði

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

„Þetta er svo sem í takt við það sem bú­ast mátti við en engu að síður mik­il von­brigði,“ seg­ir Bárður Ragn­ar Jóns­son, formaður Breiðavík­ur­sam­tak­anna. Rík­is­stjórn­in hef­ur í frum­varpi til fjár­auka­laga, farið fram á 125 millj­óna króna fram­lag til að greiða bæt­ur vegna mis­gjörða á vistheim­il­um fyr­ir börn. Fyrst og fremst er um að ræða bæt­ur til drengja sem vistaðir voru á Breiðavík um og eft­ir miðja síðustu öld.

Í frum­varp­inu seg­ir að fjár­hæðin sé ætluð til að greiða sann­girn­is­bæt­ur til þeirra sem hafa orðið fyr­ir var­an­legu tjóni á vistheim­il­um fyr­ir börn og kostnað úr­sk­urðar­nefnd­ar í þeim mál­um, enda liggi fyr­ir skýrsla frá svo­kallaðri Breiðavík­ur­nefnd um að ófor­svar­an­lega hafi verið staði að mál­um  við vist­un á stofn­un eða heim­ili eða í rekstri þess.

Skil­yrði bóta­greiðslu er að um­sækj­andi hafi hlotið var­an­legt tjón og leiði lík­ur að því að það sé vegna vist­un­ar á stofn­un eða heim­ili sem und­ir lög um Breiðavík­ur­nefnd­ina fell­ur, illr­ar meðferðar eða of­beld­is af­hendi starfs­manna þar eða annarra vist­manna. Sér­stakri nefnd er ætlað að taka af­stöðu til bótakrafna.

Inn­an við 100 manns eru í þeim hópi sem á bóta­rétt sam­kvæmt þess­ari skil­grein­ingu. Verst ku ástandið hafa verið á ár­un­um 1952 til 1972. Á fjórða tug manna sem dvöldu á Breiðavík á þeim árum eru látn­ir. Sam­kvæmt drög­um að frum­varpi sem samið var í for­sæt­is­ráðuneyt­inu renna bóta­greiðslur til aðstand­enda þeirra sem dvöldu á Breiðavík og eiga bóta­rétt en eru látn­ir.

Bárður R. Jóns­son, formaður Breiðavík­ur­sam­tak­anna seg­ir það í raun það eina já­kvæða sem er að finna í frum­varps­drög­un­um.

„Við get­um ekki sætt okk­ur við að þurfa að mæta fyr­ir nefnd sem skipuð er geðlækn­um og lög­fræðing­um. Mæli­kv­arðinn sem sett­ur er, finnst okk­ur óviðun­andi. Ég hef áður vísað til sam­bæri­legra mála í Nor­egi og upp­gjörs þar og geri enn. Ég tel að það ætti að greiða hverj­um og ein­um sem þarna var vistaður 15 millj­ón­ir króna að lág­marki, það eigi eitt yfir alla að ganga. Þetta eru menn sem aldrei hafa náð að fóta sig í líf­inu. Leidd­ust út í áfeng­is- og fíkni­efna­neyslu, af­brot og enduðu í fang­els­um. Sum­ir eru þar enn og aðrir inn og út af geðdeild­um,“ seg­ir Bárður R. Jóns­son.

Hann seg­ir að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við Breiðavík­ur­sam­tök­in eft­ir að drög að frum­varpi um svo­kallaðar sann­girn­is­bæt­ur vegna mis­gjörða við vist­un á op­in­ber­um stofn­un­um eins og Breiðavík­ur­heim­il­inu komust í umræðuna. For­sæt­is­ráðuneytið átaldi að sam­tök­in hefðu farið með frum­varpið í fjöl­miðla án samþykk­is eða sam­ráðs við ráðuneytið.

„Ég sendi fyr­ir­spurn um stöðu máls­ins í byrj­un mánaðar en hef eng­in svör fengið enn. Þeir hafa ekk­ert rætt við okk­ur frá 11. ág­úst síðastliðnum. Miðað við orðalag fjár­auka­lag­anna þá býst ég ekki við að neitt hafi breyst frá því í sum­ar. En sam­ráðinu lauk þegar frum­varps­drög­in komust til fjöl­miðla,“ seg­ir Bárður R. Jóns­son.

Eins og áður seg­ir er sótt um 125 millj­ón­ir króna í fjár­auka­lög­um vegna bóta­greiðslna og rekst­urs úr­sk­urðar­nefnd­ar. Að því gefnu að 100 ein­stak­ling­ar eigi rétt til bóta, kem­ur um eða inn­an við ein millj­ón króna í hlut hvers fyr­ir sig.

„Hvers kon­ar upp­gjör yrði það? Mér finnst greini­legt á öllu að at­huga­semd­ir okk­ar við frum­varps­drög­in hafi ekki verið tekn­ar til greina. Stjórn­völd vilja sleppa sem bil­l­eg­ast frá þessu. Þetta breyt­ir engu en ég vil að menn geti sagt að bæt­urn­ar breyti ein­hverju, gefi þeim sem urðu fyr­ir tjóni, nýja von,“ seg­ir Bárður R. Jóns­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka