Fólk grætur fyrir framan okkur

Margir þurfa aðstoð nú fyrir jólin.
Margir þurfa aðstoð nú fyrir jólin. Sverrir Vilhelmsson

„Þetta verða um 600 fjöl­skyld­ur sem fá aðstoð hjá okk­ur fyr­ir jól­in í ár,“ seg­ir Ásgerður Jóna í sam­tali við mbl.is. „Ég hugsa að aukn­ing­in sé al­veg 20-30%,“ seg­ir hún. Fólk get­ur ým­ist hringt í Fjöl­skylduaðstoðina eða komið á staðinn. Í dag verður opið frá 13-16 og næst verður opið á fimmtu­dag fyr­ir út­hlut­un­ina sem fram fer á föstu­dag­inn 19. des­em­ber.

„Fólk er óskap­lega hrætt og áhyggju­fullt það er tals­vert um að fólk græt­ur fyr­ir fram­an okk­ur,“ lýs­ir Ásgerður Jóna. Þetta sé t.d. fólk sem er að missa hús­næði sitt og standi í því núna að pakka niður til að flytja út. „Ástandið er al­veg hræðilegt. Við erum með nýja sjálf­boðaliða hérna núna og þeir verða al­veg miður sín þegar þeir átta sig á því hver staðan í raun­inni er,“ seg­ir Ásgerður Jóna. 

Marz Sea­food í Stykk­is­hólmi hef­ur gefið Fjöl­skyldu­hjálp­inni hálft tonn af fiski og Ásgerður Jóna seg­ir það koma sér ákaf­lega vel þar sem fisk­ur er mjög dýr. Fram­kvæmda­stjóri Marz Sea­food er Erla Björg Guðrún­ar­dótt­ir.

Hægt er að leggja inn á reikn­ing Fjöl­skyldu­hjálp­ar: 101-26-66090, kt. 660903-2590. Einnig er hægt að koma með mat­ar­gjaf­ir á staðinn, Eski­hlíð 2-4. Einnig er tekið við föt­um, bæði notuðum og nýj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka