Fólk grætur fyrir framan okkur

Margir þurfa aðstoð nú fyrir jólin.
Margir þurfa aðstoð nú fyrir jólin. Sverrir Vilhelmsson

„Þetta verða um 600 fjölskyldur sem fá aðstoð hjá okkur fyrir jólin í ár,“ segir Ásgerður Jóna í samtali við mbl.is. „Ég hugsa að aukningin sé alveg 20-30%,“ segir hún. Fólk getur ýmist hringt í Fjölskylduaðstoðina eða komið á staðinn. Í dag verður opið frá 13-16 og næst verður opið á fimmtudag fyrir úthlutunina sem fram fer á föstudaginn 19. desember.

„Fólk er óskaplega hrætt og áhyggjufullt það er talsvert um að fólk grætur fyrir framan okkur,“ lýsir Ásgerður Jóna. Þetta sé t.d. fólk sem er að missa húsnæði sitt og standi í því núna að pakka niður til að flytja út. „Ástandið er alveg hræðilegt. Við erum með nýja sjálfboðaliða hérna núna og þeir verða alveg miður sín þegar þeir átta sig á því hver staðan í rauninni er,“ segir Ásgerður Jóna. 

Marz Seafood í Stykkishólmi hefur gefið Fjölskylduhjálpinni hálft tonn af fiski og Ásgerður Jóna segir það koma sér ákaflega vel þar sem fiskur er mjög dýr. Framkvæmdastjóri Marz Seafood er Erla Björg Guðrúnardóttir.

Hægt er að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar: 101-26-66090, kt. 660903-2590. Einnig er hægt að koma með matargjafir á staðinn, Eskihlíð 2-4. Einnig er tekið við fötum, bæði notuðum og nýjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka