Fyrrum bankastjórar koma ekki að rekstri Nýja Landsbankans

Nýi Landsbankinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir, að fyrrverandi bankastjórar komi ekki á neinn hátt að rekstri bankans, né hafa þeir aðstöðu eða aðgang að húsnæði og gögnum bankans. Sigurjón Þ. Árnason hafi haft afnot að húsnæði í Pósthússtræti á fyrstu vikum eftir formleg starfslok hans og verið m.a. skilanefndinni til upplýsingagjafar.


Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Fyrrverandi bankastjórar hvorki með aðstöðu né aðgang að húsnæði eða gögnum bankans. 
 
Að gefnu tilefni vill Landsbankinn (NBI hf.) taka fram að fyrrverandi bankastjórar koma ekki á neinn hátt að rekstri bankans, né hafa þeir aðstöðu eða aðgang að húsnæði og gögnum bankans.
 
Sigurjón Þ. Árnason hafði afnot að húsnæði í Pósthússtræti á fyrstu vikum eftir formleg starfslok hans og á þeim tíma var hann m.a. skilanefndinni til upplýsingagjafar.
 
Vert er að taka fram að eftir að NBI hf. tók til starfa var Lögfræðisvið bankans, sem áður var til húsa í Pósthússtræti 11,  flutt í Austurstræti.    Öll aðstaða var þó fyrir hendi og bankinn enn bundinn af leigusamningi. Því hefur m.a. Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnað nýtt viðskiptasetur "Torgið" í húsnæðinu í samvinnu Landsbankans og SSF."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert