Hjólið er mín félagsmálastofnun

Eiríkur Harðarson ferðast um Selfoss á stóru þríhjóli og hefur gert i áratugi. Hann segir að hjólið sé sín félagsmálastofnun, án þess myndi hann einangrast félagslega og hlaupa í spik. Hann tekur öryggið á Selfossi fram yfir höfuðborgina og jafnvel fram yfir það að ganga í hjónaband.

Eiríkur lenti í dráttarvélarslysi á bæ í Hrunamannahreppi þegar hann var tólf ára. Hann er mikið hreyfihamlaður og of sjónskertur til að aka bíl. Hjólið sem er einskonar stórt þríhjól fékk hann hinsvegar fjórum árum eftir slysið og það hefur verið óaðskiljanlegur félagi hans síðan.

 Hann segir að Selfyssingar hafi reynst honum afskaplega vel og öryggið sé honum mikils virði. Fólk í hans aðstæðum ætti aldrei að fórna því. Hér þekki hann allir og ef hann detti á hjólinu og meiði sig komi einhver til aðstoðar. Hann segist taka þetta framyfir að flytja í höfuðstaðinn og einangrast þar sem eitthvað númer á blaði. Hann býr einn í lítillli íbúð og segist hafa það gott. Hann telur þó að vafalaust fórni hann miklu af óþarfa lífsgæðum með því að vilja vera í sveitinni en segir að öryggið sé betri kostur en að eiga til dæmis eiginkonu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert