Í gæsluvarðhald vegna smygls á e-töflum

Talsvert magn af e-töflum fundust við tolleftirlit
Talsvert magn af e-töflum fundust við tolleftirlit mbl.is/Kristinn

Átján ára pilt­ur hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 22. des­em­ber að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Fjór­ir aðrir voru úr­sk­urðaðir í far­bann. Fimm­menn­ing­arn­ir, sem all­ir eru pólsk­ir, eru grunaðir um aðild að fíkni­efna­máli sem snýst um inn­flutn­ing á tals­verðu magni af e-töfl­um.

Það voru tol­lyf­ir­völd sem fundu e-töfl­urn­ar en þær voru send­ar hingað frá Póllandi. E-töfl­urn­ar voru hald­lagðar í síðustu viku, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Menn­irn­ir hafa all­ir verið bú­sett­ir á Íslandi í ein­hvern tíma og eru all­ir held­ur ung­ir að árum að sögn Karls Stein­ars Vals­son­ar hjá fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Ekki fæst upp­gefið hvort fleiri séu grunaðir um að vera viðriðnir málið.  Rann­sókn­in er að sögn Karls Stein­ars á al­gjöru frum­stigi.

Lög­reglu­yf­ir­völd­um í Póllandi hef­ur verið til­kynnt um málið og er það einnig unnið í sam­vinnu við Europol eins og önn­ur mál sem upp koma vegna smygls á eit­ur­lyfj­um. Menn­irn­ir hafa ekki komið við sögu lög­regl­unn­ar á Íslandi áður og fæst ekki upp­gefið hvort þetta sé fyrsti skammt­ur­inn sem þeir smygla til lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert