Mótmælum hætt á Tjarnargötu

Mótmælendur ganga eftir Tjarnargötu framhjá Ráðherrabústaðnum.
Mótmælendur ganga eftir Tjarnargötu framhjá Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Júlíus

Mót­mælaaðgerðum hef­ur nú verið hætt við Ráðherra­bú­staðinn en mót­mæl­end­ur gerðu sam­komu­lag við lög­reglu um að þeir mættu ganga fram­hjá bú­staðnum á leið sinni niður í miðborg­ina. Áður hafði komið til átaka þegar mót­mæl­end­ur reyndu að fara inn á skil­greint ör­ygg­is­svæði lög­regl­unn­ar fram­an við húsið.

Mót­mæl­end­ur söfnuðust sam­an um klukk­an 8:45 fram­an við Iðnó og gengu að Ráðherra­bú­staðnum þar sem rík­is­stjórn­ar­fund­ur stend­ur nú yfir. Lög­regla var með mik­inn viðbúnað og er áætlað að 60-70 lög­reglu­menn hafi verið utan við Ráðherra­bú­staðinn. 

Um 200 mót­mæl­end­ur voru við Tjarn­ar­götu þegar mest var og hrópuðu þeir slag­orð og kröfðust af­sagn­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ráðherr­ar fóru inn í húsið bak­dyra­meg­in. 

Nokkr­ir úr hópn­um reyndu nokkr­um sinn­um að fara inn á ör­ygg­is­svæði, sem lög­regl­an hafði skil­greint fram­an við húsið. Lög­reglu­menn tóku á móti og kom til nokk­urra stymp­inga. Í kjöl­farið gerði talsmaður mót­mæl­enda sam­komu­lag við lög­reglu um að mót­mæl­un­um yrði hætt ef hóp­ur­inn mætti ganga fram­hjá Ráðherra­bú­staðnum á leið sinni niður í bæ og gekk það eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert