Prisma er nýtt diplómanám sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa skipulagt í samvinnu við Reykjavíkur Akademíuna. Prisma er þverfaglegt nám sem kennt verður í febrúar og mars 2009 og er metið
til 16 eininga (ECTS) á háskólastigi.
Kennsla fer fram á hverjum virkum degi í Reykjavík og í þrjá daga fer kennsla fram í Háskólanum á Bifröst. Gert er ráð fyrir nemendafjölda á bilinu 80-120 manns. Heildarfjölda nemenda verður skipt niður í smærri hópa sem hver hefur sinn hópstjóra eða umsjónarkennara. Námið er á háskólastigi og ætlað fólki sem hefur að lágmarki stúdentspróf eða jafngildi þess, samkvæmt fréttatilkynningu.