Óafturkræf spjöll?

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Katrín Jak­obs­dótt­ir, þingmaður VG, sagðist á þingi í dag ótt­ast að fram­in yrðu óaft­ur­kræf spjöll á mennta­kerf­inu með mikl­um niður­skurði. Áætlað er að draga úr fram­lög­um til mennta- og menn­ing­ar­mála um 4,4 millj­arða króna og þar með fresta öll­um rann­sókn­ar­samn­ing­um við há­skóla.

Katrín sagði að ef mennt­un ætti að vera leiðin úr krepp­unni hlyti þetta að vera al­var­legt mál.

Sig­urður Kári Kristjáns­son, formaður mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, sagði þyngra en tár­um tæki að þurfa að skera niður í mennta­mál­um. Það væri ósk­andi að nóg væri að pen­ing­um en svo væri því miður ekki. Staðan væri grafal­var­leg og á henni yrði að taka en ekki vera í vin­sælda­keppni á Alþingi. Skuldetn­ing í dag kallaði á skatta á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert