Opnað á aðra möguleika en Alcoa

Frá Alcoa Fjarðaál
Frá Alcoa Fjarðaál Árvakur/ÞÖK

„Við höf­um ákveðið að hefja könn­un­ar­viðræður við hugs­an­lega aðra kaup­end­ur [ork­unn­ar, innsk. blm.] en Alcoa. Það þýðir hins veg­ar ekki að við séum að loka á Alcoa, alls ekki,“ seg­ir Franz Árna­son, stjórn­ar­formaður Þeistareykja ehf. sem vinn­ur að ork­u­nýt­ingu á jarðhita­svæðum á Norð-Aust­ur­landi ásamt Lands­virkj­un.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að könn­un­ar­viðræður við önn­ur fyr­ir­tæki en Alcoa, væru hafn­ar. Frans seg­ir fyr­ir­tæki sem fram­leiðir efni til nýt­ing­ar sól­ar­orku hafa sýnt því áhuga að kaupa ork­una. Sér­stök nefnd á veg­um Lands­virkj­un­ar og Þeistareykja hef­ur verið skipuð til þess að kanna mögu­leik­ann á sölu ork­unn­ar til annarra en Alcoa. Í starfs­hópn­um eru Ed­vard Guðna­son og Jón Sveins­son fyr­ir hönd Lands­virkj­un­ar og Franz Árna­son og Berg­ur Elías Ágústs­son, sveit­ar­stjóri Norðurþings, fyr­ir hönd Þeistareykja ehf. Lands­virkj­un og Þeistareyk­ir ehf. hafa ákveðið að ganga til könn­un­ar­viðræðna við fyr­ir­tæki sem hafa áhuga á því að kaupa orku frá jarðhita­virkj­un­um.

Vinna við ork­u­nýt­ingu á jarðhita­svæðunum byggðist fram til 1. nóv­em­ber á þessu ári á því að ork­an yrði seld til ál­vers Alcoa á Bakka við Húsa­vík. Þá rann vilja­yf­ir­lýs­ing um sam­starfið út og frá þeim tíma hafa mögu­leik­ar opn­ast á því að tala við hugs­an­lega aðra kaup­end­ur ork­unn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert