Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar

00:00
00:00

Ég undr­ast hvað Íslend­ing­ar eru friðsam­ir, sagði Mar­grét Krist­ín Blön­dal sem mót­mælti ásamt móður sinni  Sól­veigu Hauks­dótt­ur fyr­ir utan ráðherra­bú­staðinn í morg­un. Hún seg­ir ótrú­legt að eng­inn hafi tekið stein upp úr göt­unni. Hún seg­ir að mót­mæl­in geti orðið ófriðsam­leg. Kannski sé rík­is­stjórn­in að bíða eft­ir því.

  Um tvöhundruð mót­mæl­end­ur stilltu sér uppvið Ráðherrra­bú­staðinn í morg­un og ætluðu að varna ráðherr­um inn­göngu á rík­is­stjórn­ar­fund. Lög­regl­an hafði hins­veg­ar var­ann á og gerði ráðherr­un­um kleift að koma gegn­um garðinn og inn um bak­dyrn­ar. Börn á leik­skól­an­um Tjarn­ar­borg fylgd­ust spennt með þar til dregið var fyr­ir glugg­ana að beiðni lög­reglu.  Mót­mæl­end­ur færðu sig flest­ir um set og fóru inn í garð húss­ins við hliðina og hrópuðu að ráðherr­um þar sem þeir klöngruðust yfir svell­bunka á fund­inn.

Inn um rass­gatið, hrópuðu mót­mæl­end­ur sem fannst lágt risið á rík­is­stjórn­inni þar sem hún staulaðist um garðinn í lög­reglu­fylgd. Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagði dap­ur­legt að mót­mæl­end­ur reyni að meina á þenn­an hátt  lýðræðis­lega kjörn­um full­trú­um fólks­ins að kom­ast á sinn vinnustað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert