Stjórna í gegnum fjölmiðla

00:00
00:00

Bjarni Harðar­son fyrr­ver­andi alþing­ismaður og blaðamaður seg­ir fjöl­miðla leika stórt hlut­verk í óeðli­leg­um tengsl­um stjórn­mála og viðskipta­lífs. Stjórn­mála­menn fái mild­ari meðferð hjá fjöl­miðlum auðmanna ef þeir séu meðfæri­leg­ir. Það sé áber­andi í Fram­sókn­ar­flokkn­um og Sam­fylk­ing­unni þar sem tekið sé á þeim með silki­hönsk­um.

Bjarni Harðar­son seg­ir það skjóta skökku við að menn­irn­ir sem settu bank­ana á hliðina skuli enn ganga laus­ir í viðskipta­líf­inu fyr­ir at­beina stjórn­mála­manna. Fjöl­miðlar beri þar þunga ábyrgð. Auðmenn­irn­ir geti auðveld­lega kúgað stjórn­mála­menn­ina. Þeir eigi allt und­ir að hafa fjöl­miðlana með sér og þeim lær­ist að aðferðin sé sú að ganga ekki óvægi­lega fram gegn auðmönn­um.  Þessi tengsl stjórn­mála, viðskipta­lífs og fjöl­miðla séu versta spill­ing sem dæmi séu um hér á landi og Bjarni seg­ir þau verst í sín­um gamla flokki og Sam­fylk­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert