Stutt en söguleg sjóferð Lúðvíks

Lúðvík Bergvinsson sést hér ræða við Steingrím J. Sigfússon.
Lúðvík Bergvinsson sést hér ræða við Steingrím J. Sigfússon. mbl.is

Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger staðfest­ir þá frá­sögn Lúðvíks Berg­vins­son­ar alþing­is­manns að hann hafi ein­ung­is komið um borð í marg­nefnd­an skemmti­bát í eigu Íslend­inga í Flórída meðan bát­ur­inn var færður á milli bryggna.

Jón Ger­ald seg­ir að vin­ur Lúðvíks, Ásgeir Ragn­ars­son lögmaður, hafi leigt íbúð sem var nærri þeim stað þar sem Jón Ger­ald geymdi bát­inn í Miami. Á þess­um tíma átti Jón Ger­ald bát­inn í fé­lagi við Jón Ásgeir Jó­hann­es­son.

Jón Ger­ald seg­ir að hann hafi verið um borð í bátn­um þegar þeir Lúðvík og Ásgeir hafi komið til sín. „Ég var að fara með bát­inn niður á Miami Beach Mar­ina og ég bauð þeim að þeir gætu komið með mér, sem þeir gerðu,“ sagði Jón Ger­ald. Hann staðfesti að Lúðvík hefði ekki verið þarna í boði Baugs. Þessi stutta sjó­ferð þeirra þriggja hafi komið til vegna þess að Lúðvík var þarna í heim­sókn hjá Ásgeiri.

Þá sagði Jón Ger­ald að Lúðvík væri eini alþing­ismaður­inn sem hann myndi eft­ir að hefði komið um borð í um­rædd­an bát.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert