Sumarhúsalest á Blönduósi

Sumarhús á siglingu um Blönduós í dag
Sumarhús á siglingu um Blönduós í dag Mbl.is/Jón

Bílalest sem ók um aðalgötu Blönduóss í dag stakk nokkuð í stúf við snæhvítt umhverfið á aðventunni og vakti athygli vegfarenda. Var þar um að ræða sex ný sumarhús sem flutt voru á áfangastað í Brautarhvammi þar sem er sumarhúsabyggð og tjaldsvæði Blönduósbæjar.

Það er fyrirtækið Krákur á Blönduósi sem smíðaði húsin og stóð fyrir flutningi þeirra í dag og ráku íbúar Blönduóss upp stór augu í morgun þegar þeir sáu þrjú sumarhús á góðri siglingu upp suður götuna í lögreglufylgd.

Þó svo skammdegið sé svartast um þessar mundir þá eru Kráksmenn farnir að hugsa um sumarið, en þessi hús eru veruleg viðbót við gistirými á Blönduósi og ljóst að þónokkuð verk verður að festa þau á grunninn. Engan bilbug er að þó finna hjá Lárusi B. Jónssyni framkvæmdastjóra Kráks og hans mönnum og augljóst að þeir vænta mikils af ferðaþjónustu á svæðinu á komandi árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36: Kreppa
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert