Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi

Tryggvi Jónsson.
Tryggvi Jónsson. mbl.is/ÞÖK

Tryggvi Jóns­son hafn­ar því al­farið að hann teng­ist Baugi á nokk­urn hátt í dag. Þá vís­ar hann þeim ásök­un­um Jóns Ger­alds Sul­len­ber­gers á bug, sem m.a. komu fram í þætt­in­um Silfri Eg­ils í Sjón­varp­inu á sunnu­dag, að hann hafi verið arki­tekt­inn að ýms­um viðskipt­um Baugs sem hafi átt þátt í banka­hrun­inu.

„Þetta er bara al­gjör­lega út úr korti. Ég vann hjá Baugi til árs­ins 2002 og hætti þá. Þá var Baug­ur lítið fyr­ir­tæki miðað við það sem síðar varð. Ég hef ekki unnið fyr­ir þá síðan og ekki komið að samn­ing­um með ein­um eða nein­um hætti. Ég hef ekki þegið laun eða þókn­an­ir frá þeim, en það er vilji sumra að reyna að halda mér þarna inn­an­dyra og reyna að koma þeirri skoðun á fram­færi að ég sé inn­an­búðarmaður þar, og stýri öllu þarna með ein­um eða öðrum hætti. Það er hrein­lega rangt,“ seg­ir Tryggvi í sam­tali við mbl.is.

Spurður út í tengsl við fyrr­um sam­starfs­fé­laga, sem teng­ist Baugi, seg­ir Tryggvi að hann hitti og tali við Jó­hann­es Jóns­son, kennd­an við Bón­us, reglu­lega. Þar séu ágæt vina­tengsl. „Það eru ekki at­vinnu­tengsl,“ seg­ir Tryggvi og bæt­ir við: „Jón Ásgeir [Jó­hann­es­son] hitti ég sjaldn­ar enda er hann mikið er­lend­is.“

Starfar við áhættu­stýr­ingu hjá Lands­bank­an­um

Tryggvi starfar hjá Nýja Lands­bank­an­um í dag sem sér­fræðing­ur. Hann seg­ist hafa tekið að sér verk­efni fyr­ir gamla bank­ann skömmu fyr­ir síðustu ára­mót, sem sner­ust um að end­ur­skipu­leggja allt út­lána­eft­ir­lit inn­an bank­ans. Hann seg­ist hlotið fa­stráðningu þegar Nýi Lands­banki var stofnaður.

Nú vinni hann við áhættu­stýr­ingu hjá bank­an­um. Starfið fel­ist m.a. í því að skoða lána­söfn, sjá hvar áhætta liggi, hver niður­færsla þurfi að vera og fara yfir ýmis töl­fræðigögn. „Þetta er heild­ar­skoðun en ekki þannig að ég sé í sam­skipt­um við ein­stök fyr­ir­tæki. Og bara til að und­ir­strika það, svo það sé al­gjör­lega á hreinu, þá hef ég aldrei komið ná­lægt einu eða neinu sem teng­ist Baugi hérna inn­an­dyra,“ seg­ir Tryggvi. All­ar ásak­an­ir um slíkt eigi ekki við rök að styðjast.

Spurður út í þá gagn­rýni að hann skuli vera kom­inn til starfa hjá Lands­bank­an­um seg­ir Tryggvi: „Í ljósi þess að það sé verið að segja sög­ur að maður sé ná­tengd­ur þess­um viðskipta­mál­um sem hafa átt sér stað síðustu ár þá er ósköp eðli­legt að fólk hugsi sig tvisvar um. Hins veg­ar er það þannig að ég kem ekki hingað til bank­ans sem fa­stráðinn starfsmaður fyrr en í októ­ber. Og hef ekki haft neina for­sögu í þess­um mál­um. Á þessu bygg­ist mis­skiln­ing­ur fólks, og sum­ir hafa verið dug­leg­ir að planta þeim mis­skiln­ingi og við því er ekk­ert að segja.“

Spurður út í það hvort ráðning­in sé það sem kalla mætti einka­vinavæðing seg­ir Tryggvi svo sé alls ekki. „Sá sem ég vinn nú hjá þekkti mig ekki. Við höfðum haft lít­il sem eng­in sam­skipti fram að því að hann bauð mér þetta starf hérna hjá bank­an­um.“

Þá seg­ist Tryggvi aðspurður ekki hafa komið að neinni út­rás fyr­ir utan eina. „Ég aðstoðaði Garðar Thór Cortes, ásamt Ein­ari Bárðar­syni, við að koma sér á fram­færi er­lend­is. Það er eina út­rás­arteng­ing­in sem ég hef,“ seg­ir hann. „Garðar er frá­bær listamaður sem ég vona og trúi að eigi eft­ir að ná langt.“

„Fólk vill sjá blóð“

Tryggvi, sem er fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Baugs, hlaut þyngsta dóm­inn þegar Hæstirétt­ur kvað upp sinn úr­sk­urð í Baugs­mál­inu svo­kallaða í sum­ar. Hann hlaut 12 mánaða skil­orðsbund­inn dóm sem hann seg­ir að hafi verið vegna brota­lama í flóknu bók­haldi og vegna 500.000 kr. fjár­drátt­ar, sem hafi verið að mestu leyti vegna frægr­ar drátt­ar­vél­ar.
 
Hann seg­ir ekk­ert óeðli­legt að fólk tengi þetta mál við það sem sé að ger­ast nú. „En þau mál, sem voru þar til um­fjöll­un­ar, gerðust fyr­ir tæp­um ára­tug, eða frá ár­inu 1999 til 2001. Það er nú ekki þannig að þetta séu ný mál. Hins veg­ar voru þau mjög lengi í meðferð hjá hinu op­in­bera og þess vegna er dóm­ur þar ný­fall­inn,“ seg­ir Tryggvi.

„Fólk er brennt og það er skelfi­leg staða í þjóðarbú­inu. Fólk vill sjá ein­hverja dregna til ábyrgðar og fólk vill sjá blóð. Og þá er oft auðveld­ast að slá til þeirra sem liggja vel við höggi,“ sagði Tryggvi Jóns­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert