Veldur Skjálfti skjálfta?

Grunsamleg tengsl virðast vera á milli bjórsins Skjálfta og raunverulegra …
Grunsamleg tengsl virðast vera á milli bjórsins Skjálfta og raunverulegra skjálfta Helgi Bjarnason

Brugghúsið í Ölvisholti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er þverneitað að sælkerabjórinn Skjálfti hafi haft nokkuð með jarðskjálftann í Svíþjóð í morgun að gera. Undarlegar tilviljanir virðast þó ráða því að jarðskjálftar eigi sér stað þar sem Skjálfti kemur nýr á markað.

„Fyrr á þessu ári kom á markað hér á landi sælkerabjórinn Skjálfti. Þau stórmerki gerðust að tveimur dögum fyrir opnunarhóf brugghússins reið heljar mikill jarðskjálfti yfir Suðurland,“ segir í yfirlýsingunni og verður því ekki neitað að þar er um grunsamlega tilviljun að ræða. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því nú hefur þessi atburðarás endurtekið sig:

„Nú nokkrum mánuðum síðar er Skjálfti að koma á markað í Svíþjóð. Þann 14. desember var verið að opna fyrstu Skjálfta brettin sem fara eiga á markað í Svíþjóð. Tveimur dögum síðar eða þann 16. desember ríður yfir stærsti skjálfti þar í landi frá árinu 1904.

Forsvarsmenn Ölvisholts vísa því alfarið á bug að nokkur tengsl séu á milli bjórsins Skjálfta og náttúrufyrirbærisins jarð-skjálfta. Þarna er einungis um tilviljanir að ræða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert