Veldur Skjálfti skjálfta?

Grunsamleg tengsl virðast vera á milli bjórsins Skjálfta og raunverulegra …
Grunsamleg tengsl virðast vera á milli bjórsins Skjálfta og raunverulegra skjálfta Helgi Bjarnason

Brugg­húsið í Ölvis­holti hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem því er þver­neitað að sæl­kera­bjór­inn Skjálfti hafi haft nokkuð með jarðskjálft­ann í Svíþjóð í morg­un að gera. Und­ar­leg­ar til­vilj­an­ir virðast þó ráða því að jarðskjálft­ar eigi sér stað þar sem Skjálfti kem­ur nýr á markað.

„Fyrr á þessu ári kom á markað hér á landi sæl­kera­bjór­inn Skjálfti. Þau stór­merki gerðust að tveim­ur dög­um fyr­ir opn­un­ar­hóf brugg­húss­ins reið helj­ar mik­ill jarðskjálfti yfir Suður­land,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni og verður því ekki neitað að þar er um grun­sam­lega til­vilj­un að ræða. Þar með er þó ekki öll sag­an sögð því nú hef­ur þessi at­b­urðarás end­ur­tekið sig:

„Nú nokkr­um mánuðum síðar er Skjálfti að koma á markað í Svíþjóð. Þann 14. des­em­ber var verið að opna fyrstu Skjálfta brett­in sem fara eiga á markað í Svíþjóð. Tveim­ur dög­um síðar eða þann 16. des­em­ber ríður yfir stærsti skjálfti þar í landi frá ár­inu 1904.

For­svars­menn Ölvis­holts vísa því al­farið á bug að nokk­ur tengsl séu á milli bjórs­ins Skjálfta og nátt­úru­fyr­ir­bær­is­ins jarð-skjálfta. Þarna er ein­ung­is um til­vilj­an­ir að ræða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert