Viðbúnaður vegna mótmæla

Nokkur hundruð manns eru við Ráðherrabústaðinn.
Nokkur hundruð manns eru við Ráðherrabústaðinn. mbl.is/Júlíus

Lögreglan er með talsverðan viðbúnað við Ráðherrabústaðinn vegna mótmæla, sem boðað hefur verið til þar. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í Ráðherrabústaðnum innan tíðar en fólk hefur lokað Tjarnargötunni þannig að ekki er  hægt að aka bílum þar inn. Talið er að 2-300 manns séu á svæðinu. 

Í bréfi, sem dreift var í gær, var fólk hvatt til að koma saman við Iðnó klukkan 8:45 og halda þaðan að Ráðherrabústaðnum og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin fái að starfa lengur. 

„Mætum öll - ung sem eldri, með grímur eða  grímulaus hvort sem við viljum beita líkama okkar til að hindra ríkisstjórnina að störfum eða bara standa með og styðja. Markmið okkar er að ríkisstjórnin fari frá svo hægt sé að byggja upp réttlátt samfélag," segir í fregnmiðanum, sem er óundirritaður.

Lögregla utan við Ráðherrabústaðinn.
Lögregla utan við Ráðherrabústaðinn. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert