Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi

Reynir Traustason.
Reynir Traustason.

„Al­menn­ing­ur og blaðamenn DV eru beðnir af­sök­un­ar á því að frétt­in birt­ist ekki, jafn­vel þótt það hefði kostað blaðið lífsneist­ann. Jafn­framt er ljóst að aldrei aft­ur mun ótt­inn við af­kom­una stýra því hvenær frétt­ir birt­ast. Frétt­in um Sig­ur­jón er sú lexía sem dug­ir,“ seg­ir Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri DV í leiðara blaðsins í dag. Reyn­ir varð upp­vís að því að láta und­an þrýst­ingi og birti ekki frétt um Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans.

Frétt­in sner­ist um að Sig­ur­jón hefði komið á fót ráðgjafa­fyr­ir­tæki í hús­næði Lands­bank­ans og vonaðist í fram­haldi eft­ir verk­efn­um frá bank­an­um.

Í upp­töku af sam­tali Jóns Bjarka Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi blaðamanns á DV og Reyn­is Trausta­son­ar, sem spiluð var í Kast­ljósi í fyrra­völd, seg­ir Reyn­ir bein­um orðum við Jón Bjarka að frétt­in um Sig­ur­jón verði ekki birt vegna hót­ana frá mönn­um sem hafi framtíð blaðsins á valdi sínu. Það sé spurn­ing um líf eða dauða blaðsins að um­rædd frétt verði ekki birt. Jón Bjarki sætti sig ekki við það og sagði upp. Hann birti jafn­framt frétt­ina á vef­rit­inu Nei og upp­tak­an af sam­tali hans við rit­stjór­ann var spiluð í Kast­ljósi.

Rit­stjór­ar DV reyndu að klóra yfir málið og gera blaðamann­inn tor­tryggi­leg­an. Starfs­menn funduðu um málið í gær, með og án rit­stjór­anna og var mik­ill kurr meðal starfs­manna. Einn blaðamaður sagði upp störf­um og fleiri íhuga stöðu sína.

Reyn­ir Trausta­son sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í gær þar sem hann harm­ar að fyrstu viðbrögð hans hafi verið óná­kvæm, enda hafi hann ekki munað sam­tal sitt við starfs­mann­inn frá orði til orðs.

„Ég bið sam­starfs­menn mína og alla hlutaðeig­andi af­sök­un­ar en tel að sú yf­ir­sjón sé ekki af þeirri stærðargráðu að rétt­læti upp­sögn af minni hálfu. Raun­ar hef­ur stjórn og fram­kvæmda­stjórn Birtíngs lýst því yfir við mig að ég njóti fulls trausts til áfram­hald­andi starfa sem rit­stjóri DV,“ seg­ir Reyn­ir í yf­ir­lýs­ing­unni í gær.

Í leiðara DV í dag biður Reyn­ir svo blaðamenn DV og al­menn­ing af­sök­un­ar á því að frétt­in birt­ist ekki.

Starfs­menn DV munu þinga í dag um málið.

Leiðari DV í dag

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka