Bókhaldsgögnum forseta stolið?

Embættisbústaður forseta Íslands á Bessastöðum.
Embættisbústaður forseta Íslands á Bessastöðum.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, spyr á bloggsíðu sinni, hvers vegna lögreglan rannsaki ekki hver stal bókhaldsgögnum forsetans. Virðist hann vera að vísa til upplýsinga, sem fréttastofa Stöðvar 2 birti nýlega um símakostnað forsetaembættisins. 

„Forsetinn á þessa stundina  við að glíma hnitmiðað áhlaup óvildarmanna, sem á tímum þegar forbyltingin hefur lækkað alla siðræna standarda, virðast hafa komist yfir stolin gögn úr stjórnsýslunni um bókhald þeirra hjóna. Afhverju skoðar lögreglan ekki hver stal bókhaldsgögnum forsetans? Samkvæmt því áhugaleysi virðist yfirmanni löggæslu finnast í góðu lagi þó farið sé inn í opinber skjöl sem ég hefði haldið að þyrfti sérstakan bókhaldslykil til að komast í. Kanski ríkislögreglustjóri sé farinn að virða upplýsingalögin á sinn hátt. En forsetinn varðist vel, og snéri auðveldlega vörn í sókn. Benti á að sl. fimmtán ár hefur engum starfsmanni verið bætt við forsetaembættið, þó umsvifin hafi stórlega aukist. Alþjóðavæðingin kann svo að hafa leitt til þess að menn ræða þar svolítið meira í síma en forðum - og segir fátt af einum," segir Össur m.a.

Bloggsíða Össurar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert