Fangelsiskerfið byggir á skammsýni

„Fang­elsis­kerfið ís­lenska bygg­ir í dag á skamm­sýni. Þung­ir dóm­ar og mik­il inni­lok­un í fang­elsi hef­ur sín­ar af­leiðing­ar. Þær af­leiðing­ar verða meiri í krepputíð. Hið eina skyn­sam­lega er að taka upp heil­brigt fang­elsis­kerfi sem hlú­ir að sam­fé­lag­inu. Það þýðir ein­fald­lega að snúa beri frá ör­ygg­is­sáráttu og opna fang­els­in líkt og gert hef­ur verið ann­ars staðar,“ skrif­ar Afstaða, fé­lag fanga á Litla-Hrauni.

Á heimasíðu Af­stöðu seg­ir að eng­inn sparnaður fel­ist í því að loka fang­elsi eða fang­els­um. Hið eina sem ger­ist er að biðlist­ar muni lengj­ast og holskefla ríða yfir kerfið áður en langt um líður. Nauðsyn­leg­ur kostnaður muni því marg­fald­ast. Þá seg­ir að fleiri fang­ar bíði afplán­un­ar í dag en þeir sem rúm­ast í fang­els­um lands­ins. Og þeim fjölgi stöðugt. Á end­an­um verði ekki pláss fyr­ir jafn­vel þá sem framið hafi al­var­leg af­brot.

Afstaða seg­ir að í þeirri krepputíð sem nú ríki, verði fang­ar illa úti og verr en aðrir. Þeir hafi enga mögu­leika til tekju­öfl­un­ar og geti ekki tekið nokk­urn þátt í bar­áttu fjöl­skyld­unn­ar, hvorki fjár­hags­lega né á til­finn­inga­leg­um grund­velli. Fang­ar verði ein­fald­lega útund­an, verði ekk­ert að gert. Afstaða tel­ur nauðsyn­legt að horfa strax til op­inna úrræða og þess að losa fanga úr fang­els­um sem fyrst, með hvaða ráðum sem til­tæk eru. Slík tæki fel­ist í reynslu­lausn­um og opn­um afplán­un­ar- og meðferðarúr­ræðum. Að öðrum kosti muni and­fé­lags­leg árátta þeirra sem sitja í fang­els­um magn­ast og bitna með aukn­um þunga á sam­fé­lag­inu.

Afstaða tel­ur hægt að spara með öðrum hætti en nú sé áformað. Leng­ing­ar biðlista og hörð inni­lok­un í krepputíð sé eng­inn sparnaður, þvert á móti. Í dag kost­ar hver fangi 24.000 krón­ur á sól­ar­hring eða tæp­lega 8,8 millj­ón­ir á ári. Þar við bæt­ist auk­inn kostnaður vegna heilsu­gæslu, skóla­göngu, fé­lagsþjón­ustu og trygg­inga­mála.

„Þessi tala er allt of há og helg­ast ein­göngu af því að Íslend­ing­ar hafa valið dýr­asta fang­elsis­kerfi sem völ er á. Þessu er auðvelt að breyta,“ skrifa fang­ar á Litla-Hrauni.

Heimasíða Af­stöðu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert