Var fjárfestingarstefna peningamarkaðssjóða Landsbankans, Glitnis og Kaupþings í þágu viðskiptavina eða bankanna sjálfra?
Þegar rýnt er í eignasamsetningu sjóðanna má sjá að vægi félaga var misjafnt innan sjóðanna. Allir sjóðir bankanna áttu í Kaupþingi, þó í mismiklum mæli og allir áttu hlut í Exista, helsta eiganda Kaupþings, sem og fjárfestingarfélaginu Atorku.
Önnur félög rötuðu aðeins á lista eins en stundum tveggja sjóða bankanna þriggja og samsetning þeirra var ólík. Fé streymdi úr sjóðunum dögum fyrir fall bankanna og heildarmyndin er því brotin. Morgunblaðið skoðaði samsetningu peningamarkaðssjóða Kaupþings og Landsbankans við slit á þeim en Glitnis frá júlílokum, þar sem ekki hafa fengist nýrri upplýsingar.